Hið alumtalaða samtal Davíð Oddsonar og Geir H. Haarde var nýlega gert opinbert. Það var sent beint upp í greiningardeild Eikanomics til rannsóknar. Frumniðurstöður rannsóknarinnar eru nú tilbúnar og eru þær heldur betur sláandi. Eftirfarandi kom í ljós:
- Í heildina fara 861 orð á milli þeirra og segja þeir þessi orð í 95 setningum.
- Hvorugur aðili einokar samtalið en Davíð talar aðeins meira en Geir (51% af orðum koma úr vörum Davíðs en 60% af öllum þeim setningum sem fer þeirra á milli koma frá Geir).
- Í samtalinu spyr Geir 8 spurninga á meðan Davíð spyr aðeins 6. Þetta er nokkuð eðlilegt þar sem Davíð gegndi stöðu „sérfræðings“ í samtalinu.
- Þegar kemur að notkun íslensku í samtalinu fann greiningardeildin eftirfarandi:
- Davíð er svolítill „sko“ maður og notar hann orðið helmingi oftar en Geir.
- Að sama skapi er Davíð líka „jú“ maður. Hann notar orðið 6 sinnum á meðan Geir notar jú aðeins tvisvar.
- Til að bæta við það, þá er Davíð einnig nokkuð jákvæður í samtali sínu og notast hann við orðið „já“ 18 sinnum á meðan geir notar orðið 15 sinnum.
- Því kemur það ekki á óvart að Geir sé „nei“ maður. Hann notar orðið „nei“ helmingi oftar en Davíð í samtalinu.
- Geir virðist þó vera skilvirkari í sinni setningargerð: að meðaltali notar Geir 7.3 orð í hverri setningu á meðan Davíð notar um það bil 10.8 orð í setningu.
- Að lokum ber að benda á að svo virðist vera að Geir hafi legið meira á að losna við Davíð úr símanum en hann kveður Davíð tvisvar með orðinu „bless“ á meðan Davíð kveður á sama máta aðeins einu sinni.
Þar höfum við það. Davíð er já-maður, Geir er nei-maður og hafa þeir báðir tilhneigingu til þess að fylla upp í þögnina með orðinu „sko“.
VIÐAUKI: MYNDIR
Mynd 1: Hver segir hvað í samtalinu
Mynd 2: Setningar Davíðs eru lengri en Geirs.