Aukaefni: stundum fara hagsmunir fyrirtækja og einstaklinga hönd í hönd

Um daginn skrifaði ég þessa grein fyrir Kjarnann. Þar fór ég yfir grein sem Sigurður Pálmi, bísnesskall, skrifaði. Greinin þótti mér góð og gáfuleg.  En þar sem greinin var stutt þá datt mér í hug að bæta smá við það sem Sigurður var að tala um. Þetta varð svo greinin sem ég skrifaði í Kjarnann.

En þar sem ég vill ekki að greinarnar mínar á kjarnanum séu uppfullar af smáatriðum og illskiljanlegum tölum og gröfum, þá ákvað ég að bæta við aukaefni á minni eigin heimasíðu. Þetta er fyrsta aukefnisgreinin mín, en í framtíðinni er markmiðið að birta aukaefni eins of og ég get (og helst allt af þegar það á við).

Aukaefni

Ég ákvað ekki að birta í grein minni graf sem sýnir vísitölu neysluverðs og vísitölu gengi krónunnar (gagnvart bandaríkjadal). En þetta graf er talsvert flókið að skilja fyrir þá sem ekki eru vanir því að skoða hagtölur. Grafið er samt óneitanlega áhugavert.

Kronan verðbolga 2004 til 2018

Það er margt áhugavert við grafið hér að ofan.

  • Eins og bæði ESB og Gunnar bentu á í sínum rannsóknum, þá er frekar augljóst að verðlag bregst klárlega við veikingu krónunnar. Þetta sést svart á hvítu í kringum hrun.
  • Undanfarin ár hefur krónan styrkst. þetta hefur að öllum líkindum haldið verðbólgu á Íslandi í hófi.
  • Ef bláa línan, verðbólga án húsnæðis, er skoðuð þá er það nokkuð ljóst að húsnæðisverð er drifkraftur verðbólgunnar undanfarin ár. Sem er mjög næs fyrir þá sem eiga hús, en frekar glatað fyrir þá sem langar í hús. En það er önnur saga.

Annað graf, sem mér þótti einnig áhugavert var sama graf og hér að ofan á sama skala, nema í stað krónu og verðbólgu á Íslandi hef ég plottað gengi evru gagnvart Bandaríkjadal og verðbólgu á evrusvæðinu.

Ef grafið að neðan er skoðað er nokkuð ljóst að evran er nokkuð stöðugur gjaldmiðill. Allavega í samanburði við krónuna. En það sem er áhugavert einnig er það að er erfitt að sjá að veiking evrunar hafi sérstaklega mikil áhrif á verðbólgu (hún gerir það þó, en ekki eins mikið).

evran og vedbolgan

En verðbólga er að sjálfsögðu flókið fyrirbæri. Og að lokum langar mér að deila með ykkur þessu grafi sem sýnir verðþróun á ávöxtum (sem eru nánast allir fluttir inn) ásamt verðþróun á hárgreiðslu og gengi krónunnar.

avextir kronan og hargreidsla.PNG

Þetta graf er einnig mjög áhugavert.

  • Ávextir bregðast þokkalega fljótt við veikingu krónunnar. Þetta kemur ekki á óvart þar sem samkeppni á smávörumarkaði á Íslandi virðist vera þokkaleg (ég byggi þá skoðun á hógværum hagnaði Bónus og Festa, en þyrfti samt að kynna mér málið betur til að segja meira um það).
  • Þar sem stór hluti breytilegs kostnaðar af því að selja ávexti er í innkaupum, og innkaupsverð er að mestu háð genginu þá kemur þessi þróun alls ekki á óvart.
  • Einnig er það áhugavert að hárgreiðsla, virðist hækka nokkuð stöðugt í verði á Íslandi, en augljóslega er kostnaður við að selja hárgreiðslu af all öðrum toga en kostnaður á innfluttum matvörum. Því er hárgreiðsla miklu síður háð genginu en ávextir. Gott er að sjá dæmi um þetta á grafinu í kringum Maí 2015, þegar krónan fer að styrkjast, ávextir byrja að lækka í verði en hárgreiðsla heldur áfram að hækka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: