Aukaefni: Hvers vegna kosta langar skáldsögur jafn mikið og stuttar?

Um daginn skrifaði grein um bækur fyrir dálk minn á Kjarnanum. Greinin fjallar um verðlagningu á skáldsögum og hvers vegna langar skáldsögur kosta oft jafn mikið og stuttar. Ég vildi halda greininni á Kjarnanum stuttri og deili því hér með áhugasömum auka- og ýtarefni.

Í greininni bendi ég á það að ef forlag getur þá skiptir það viðskiptavinum sínum í hópa og rukkar hvern hóp eins mikið og það mögulega getur fyrir allt upplagið.  Þetta kann að hljóma undarlega, en einfaldast er að skoða þetta með einföldu dæmi.

Dæmi 1: Murakami aðdáendur með mismunandi greiðsluvilja

Gefum okkur tvo einstakling: Nilla og Milla:

 • báðir eru til í að kaupa Murakami.
 • Nilli tímir að borga allt að 6.000 kall,
 • en Milli er til í að borga 8.000 kall.

Ef forlagið þarf að borga 2.000 kall í sölugjald þá getur forlagið annað hvort:

 • rukkað 6.000 kall fyrir bókina, selt tvær bækur og grætt 8.000 kall; eða
 • rukkað 8.000 kall, selt Milla bók en ekki Nilla og grætt 6.000 kall.

Í þessu tilfelli væri því vænast fyrir hluthafa forlagsins að forstjórinn rukkaði bara 6.000 kall og seldi bæði Milla og Nilla bók.

Dæmi 2: Rauðu Seríu aðdáendur með mismunandi greiðsluvilja

Ef ég held svo aðeins áfram með dæmið, og bý til þrjár manneskjur sem eru til í að kaupa Rauðu Seríuna (ég reikna með að meira seljist af Rauðu Seríunni en Murakami).

 • Kasper er til í að borga 6.000 kall,
 • Jesper er til í að borga 6.000, og
 • Jónatann er til í að borga 3.000 kall.

Ef sölugjald á Rauðu Seríunni er 1.000 kr. Þá þýðir það að ef forlagið getur annað hvort rukkað:

 • 2.000 kall, selt þrjár bækur og grætt 3.000 kall, eða
 • 7.000 kall, selt tvær bækur og grætt 10.000 kall.

Sem þýðir það að það er best fyrir þá að selja rauðu seríuna á sama verði og Murakami – þrátt fyrir að kostnaðurinn við sölu Rauðu Seríunnar sé helmingi lægri. Sem er svekkjandi bæði fyrir Jónatan í dæminu hér á undan.

Nú, hef ég ekki tekið inn í þá staðreynd að kanski eru til staðgöngubækur. Það er að segja, kanski eru Kasper og Jesper ekkert sérstaklega snobbaðir og vilja bara lesa smá erótík þá má það vel vera að þeir myndu líka vera til í að kaupa kaupa 50 Shades of Darker.  Ef hún væri til sölu á kostnaðarverði (segjum 1.000 kr) þá þýðir það að þeir myndu frekar kaupa hana.

Sem sagt, ef það eru til góðar staðgöngubækur þá er verðið nær kostnaðnum, en ef ekki eru til staðgöngubækur þá er verðið hærra. Þetta er það sem við köllum samkeppni. Því er ekki ólíklegt að bækurnar sem Ingi hafi verið að bera saman hafi einmitt verið ólíkar af þessu leitinu til. Sú stutta hefur kanski verið meistaraverk sem fólk vill lesa strax. En sú langa hefur mögulega verið bara eitthvað sem þú lest til þess að drepa tímann.

Sama sagan, nema með grafi

Hagfræðingar elska gröf. Og ég er ekkert sér á báti í þeim málum. það er einnig hægt á einfaldan máta sýna fram á hvernig þetta virkar með tveimur gröfum.

Fyrra grafið, fyrir neðan sýnir eftirfarandi:

 • eftirspurnarfall þar sem að hámarki 100 bækur seljast.
 • Fyrsti einstaklingurinn er til í að borga 100 kall, næsti 99 og svo koll af kolli og þangað til síðasti einstaklingurinn er til í að borga núll kall.
 • kostnaðurinn af sölu hverrar bókar er gefin sem 20 kall.

Í þessu tilfelli, ef við gefum okkur að ekki sé mikið um staðgöngubækur, væri gáfulegast fyrir forlagið að rukka 60 krónur á bók, selja 40 bækur og græða þar með 1.600 kall (60 – 20) * 40 (græni kassinn á grafinu). Ef þeir ætluðu sér að selja einu einustu bók til viðbótar, og selja þá 41 bók í stað 40, þá þyrftu þeir að lækka verðið hjá sér niður í 59 krónur og ef við reiknum gróðann aftur: (59 – 20) * 41 = 1.599.

MC 20.png

Annað grafið (að neðan) er svipað og sýnir eftirfarandi:

 • eftirspurnarfall fyrir aðeins óvinsælli, en lengri, bók þar sem að hámarki 80 bækur seljast.
 • Fyrsti einstaklingurinn er til í að borga 80 kall, næsti 79 og svo koll af kolli og þangað til síðasti einstaklingurinn er til í að borga núll kall.
 • kostnaðurinn af sölu hverrar bókar er gefin sem 40 kall.

Með sömu greiningu og áður má sjá að í þessu tilfelli er það einnig best fyrir forlagið að rukka 60 kall. munurinn er samt sá að forlagið selur aðeins 20 bækur og græðir ekki eins mikið og af stuttu bókinni.

MC 40

Sem þýðir þá það að það er ekkert endilega skýritið að langar bækur kosti stundum jafn mikið og stuttar. Það eru miljón triljón þættir sem gætu að sjálfsögðu ráðið þessu (verð aðgreining þar sem sumum er selt bækur á háu verði fyrir jól og öðrum á lágu verði eftir er efni í meistararitgerð). En ein ástæða gæti einfaldlega verið sú langa bókin sem Ingi var að skoða sé bara frekar leiðinleg.

Ég ætla að halda áfram að greina bóka markaðinn fram að jólum (og aðeins þar á eftir). En kalla þetta gott í bili.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: