#ársins – hvernig getur Guðmundur fengið meira lof?

Eins og landsmenn allir ættu að vita þá heldur Guðmundur H. úti óformlegum desember annál á Twitter. Á hverjum degi í desember deilir Guðmundur einum atburði sem honum fannst sniðugur á árinu. Til að mynda þann fyrsta desember setti hann inn badminton tilþrif  (sem þið getið séð í færslunni hér að neðan).

Fyrsta færsla Guðmundar:

Persónulega þykir mér þessi annáll ótrúlega sniðugur og datt mér því í hug að vinna smá greiningu á þessari #ársins seríu Guðmundar frá því í fyrra. Rannsóknarspurningin sem ég var með í huga var: „hvaða þættir, aðrir en gæði Tweets, ráða vinsældum #ársins Tweeta“.

Gögnin

Til þess að svara þessari spurningu fór ég á Twitter síðu Guðmundar, skrollaði niður til fyrsta desember 2017 og fyrir öll #ársins tweet Guðmundar skráði ég niður:

 • fjölda læka;
 • fjölda retweeta;
 • fjölda Kommenta (þegar það var ekki hann sjálfur sem var að kommenta); og
 • Tímasetningu tweetanna

Einnig gerði ég stutta rannsókn á netinu til þess að sjá hvort einhver af þessum tweetum hafi ratað á vefsíður Íslensku fréttamiðlanna. Þar rakst ég á nokkur atvik:

 • 21 desember var minnst á 21. og 9. tweet #ársins í sitt hvorri fréttinni á fotbolti.net,
 • 29 desember var minnst á tweet #ársins númer 1, 5, 8, 11, 15 og 27, og
 • 3 janúar (2018) var minnst á öll tweet #ársins.

Grafið hér að neðan sýnir svo nákvæmlega vinsældir hvers tweets fyrir sig. Vert er að taka það fram að talsverður munur var á vinsældum hvers tweets í seríunni, en almennt urðu þau ekki vinsælli (og heldur ekki óvinsælli) með tímanum.

Fjöldi Like eftir degi i desember.png
Grafið sýnir fjölda fólks sem hafði klikkað á hjartað (like) á hvert tweet. Fyrst súlan er því tweetið sem Guðmundur sendi frá sér þann 1. des og síðasta súlan er tweetið sem hann sendi frá sér þann 31. des.

Öll tweetin hans Guðmundar vöktu þokkalega lukku. Í heildina fékk hann 743 læk fyrir annálinn. að meðaltali fékk hann 24 læk.  En #ársins númer 14 fékk fæst lækin, en það fékk aðeins  8 læk (sjá fyrra tweet að neðan). Vinsælasta tweet Guðmundar var það sem hann póstaði 8. desember og sýnir það klapp Jón Rúnars (sjá að neðan), en það tweet fékk 80 læk.

 

Greiningin

Til áminningar, þá er ég að reyna að svara því ef tímasetningar á útgáfu þessara tweeta skipta máli. Því er gott að byrja á því að á hvaða tíma dags Guðmundur gaf út tweetin sín. Grafið að neðan sýnir að Guðmundur:

 • Gefur ekki tweet út snemma að morgni (ekki fyrir 9),
 • er líklegastur til að senda út sín tweet um miðjan dag, og
 • oftast sendir hann út tweet um hádegisbil.
Fjöldi Like eftir tímasettningu 4.png
Grafið sýnir að Guðmundur tweetar #ársins aldrei snemma morguns eða eftir kvöldmat.

Þó svo að vikudagarnir séu ekki oft endurteknir í desember þá er samt áhugavert að skoða næst hvort vikudagarnir hafi áhrif á lækin. Þetta skiptir þó minna máli fyrir Guðmund þar sem hann hefur hannað annál sinn eins og dagatal og verður því að birta eitt tweet á hverjum degi (sem sagt, þetta eru áhugaverðar upplýsingar en gagnlausar fyrir Guðmund þar sem hann getur ekki nýtt sér þær í læk veiðum).

Grafið hér að neðan sýnir að tweetin sem koma út um helgar eru vinsælli (þó svo að laugardagurinn sé drifinn af sérstaklega vinsælu tweeti) en tilhneiging fylgjenda hans er þó að læla líka svoldið duglega á mánudögum. Sem kemur kanski ekki á óvart þar sem fólk á það til að slæpast meira í vinnunni á mánudögum.

meðal fjöldi Like eftir vikudegi i desember.png
Grafið sýnir að á fimmtudögum og föstudögum gefur fólk tweeti #ársins minna lof en á öðrum dögum. Á laugardögum eru fylgjendur Guðmundur örlátir á lækin.

Nú, þegar #ársins birtist á netmiðlum landsins er möguleiki að sú athygli hafi haft áhrif á fjölda læka. Ég fann í minni leit að á meðan á annálnum stóð þá voru þrjár blaðaumfjallanir:

 • netfjölmiðlar birtu 8 tweet og voru þessi tweet að meðaltai lækuð 34 sinnum.
 • Tweet sem ekki voru birt á miðlum landsins voru aðeins lækuð 21 sinni.

Sem þýðir það að mögulega hafði þessi umfjöllun áhrif. Það er þó alltaf auðvita séns að eggið hafi komið á undan kjúklingum og blaðamenn hafi valið þessi tweet vegna gæða sinna sem upphaflega drógu að sér lækin. En ef svo er þá er samt nauðsynlegt að taka inn í þessa blaðaumfjöllun áður en lengra er haldið.

Blaðaumfjöllunin hefur áhrif. Það er að segja tweet sem fjallað var um á einum af vinsælu miðlum landsins áttu það til að vera talsvert vinsælli (sjá graf að neðan).

meðal fjöldi Like eftir frétt i desember.png

Á hvaða tíma dags á Guðmundur að tweeta #ársins?

Það er vissulega erfitt að segja nákvæmlega til um það hvenær Guðmundur á að tweeta. En eftir að hafa leiðrétt fyrir áhrif fréttana í minni greiningu get ég sagt að Guðmundur ætti að hefja daginn tilörulega snemma og senda tweetin út helst fyrir eitt á daginn.

Ef módelið mitt er rétt skilgreint (sem það er mögulega ekki!) og ef við setjum aðeins til hliðar þá óvissu sem felst í því að vera aðeins með 31 tweet, þá get ég sagt að ef Guðmundur hefði sent eftirmiðdagstweetin sín út fyrir klukkan 1 þá hefði hann getað fengið á milli 7-15 auka læk á þau tweet.

 

fjöldi final 2
Ef Guðmundur hefði tímasett nokkur læk fyrir hádegi þá hefði hann getað nælt sér í 7 til 15 læk til viðbótar, á hvert #ársins

Rétt upp úr 6 nú fyrr í kvöld póstaði Guðmundur #ársins dagsins. Það var, eins og flest #ársins, stórgott. En þar sem hann póstaði því svona seint virðist það ætla að draga til sín færri læk en það á skilið. Nú þegar þetta er skrifað hafa aðeins 27 lækað það. Ef Guðmundur hefði haft aðgang að þessari greiningu fyrr hefði hann kanski póstað tweetinu fyrr.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: