Kjarninn Pistlar Uncategorized

Ungu, en stóru, strákarnir okkar

Um daginn safnaði ég saman gögnum um stærð, reynslu og aldur leikmanna á HM í handbolta. Ég birti grein um þá greiningu í Kjarnanum. Ekki var nóg pláss fyrir öll gröfin og allar tölurnar sem mig langaði að deila með ykkur í þeim dálki. Því hef ég tekið saman nokkur áhugaverð gröf hér.

Myndin að neðan sýnir miðgildi (línan í miðjunni á hverju boxi) og svo efri mörk (p75) og neðri mörk (p25) hvers liðs fyrir sig. punktarnir fyrir utan línurnar eru leikmenn sem hafa spilað óvenju marga leiki fyrir sitt landslið (samanborið við aðra leikmenn liðsins. Einn Egypti sem hefur spilað 600 leiki hefur verið tekinn út af því að hann gerði grafið ill skiljanlegt). Nokkrir áhugaverðir punktar eru:

  • Kórea hefur svo gott sem enga reynslu,
  • Ísland hefur mjög takmarkaða reynslu,
  • Egyptaland er blandaðsata liðið: uppfullt af kempum og byrjendum

Mynd: leikjafjöldi (appearances) með landsliðinu

6
Reynsla: leikjaföldi leikmanna

Myndin að neðan sýnir sömu tölfræði og sú að ofan, nema aldur  er metinn í stað leikfjölda. Áhugaverðast þykir mér við það er að ungu liðin eru að mestu leiti annars flokks lið (Kórea, Angola, Arabía), á meðan gömlu liðin eru að mestu fyrsta floks (Spánn, Danmörk, Króatía, Þýskaland). Það að við höfum spilað svona vel hlýtur því að lofa góðu.

Mynd: aldur leikmanna

5
Aldur: meðalaldur og dreifing leikmanna

Myndin að neðan sýnir sömu tölfræði og sú að ofan, nema hæð leikmanna er metinn í stað leikfjölda. Það er svo sem ekkert sérstakt sem ég sá við þessa mynd. Nema kanski það að það virðist vera samband milli gæða og hæðar. Það er að segja, Ísland, sem er meðalgott lið er í miðjunni, bestu liðin eru flest fyrir ofan Ísland og lélegustu liðin fyrir neðan.

Mynd: hæð leikmanna

3
Hæð: meðaltöl

Þegar allt er saman tekið virðist vera sem svo að punterar hafi rétt fyrir sér: með aldrinum verðum við eflaust betri. Núna þurfum við bara að finna leið til þess að teygja aðeins úr strákunum, bæta nokkrum sentimetrum á þá, þá ættum við að komast á toppinn.

 

2 comments on “Ungu, en stóru, strákarnir okkar

  1. Erlingur Richardsson

    Sæll, ertu með tölfræði yfir þyngd leikmanna? Oft talað um að við þurfum að vera þreknari og þyngri.

    • Sæll! Nei, því miður. Það væri mjög áhugavert að skoða það. Vandamálið við handboltan er að það er ekki mikið af gögnum til, sérstaklega ekki á einum stað í þokkalegri reglu, ólíkt fótbolta.

Leave a Reply

%d bloggers like this: