Aukefni: markaðurinn fyrir Hatara

Í eikonomics dálknum mínum í dag fjallaði ég aðeins um Eurovison og hvernig hægt er að nota veðbanka gögn til að reyna að spá í spilin. Það er vissulega umdeilt meðal hagfræðinga (og allskonar fólks sem spáir í spilin).  Hér fyrir neðan ætla ég að deila með áhugasömum smáatriðunum.

Aðferðin (í stuttu máli)

 • Gögnin fékk ég frá Eurovison World punktur com. Þar lista þau allskonar stuðla frá árinu 2015.
 • Fyrir útreikninga mína (sem voru mjög einfaldir) notaðist ég bara við veðbanka sem voru með opið fyrir veðmál öll fjögur árin. Þetta eru risarnir í þessum bransa:
  • BET FRED
  • BET365
  • BETFAIR EXCHANGE
  • BETFAIR SPORT
  • BETWAY
  • BOYLE SPORTS
  • BWIN
  • CORAL
  • SKY BET
  • UNIBET
 • Ég tók einfalt meðaltal af stuðlum til þess að finna „meðal stuðul“. Það væri vissulega réttara að vigta þessi meðaltöl, helst með fjölda veðmála (eða upphæð). En, það krefst meiri vinnu en ég hef tíma.
 • Svo reikna ég líkindin með Expected value aðferð (ég gef mér að veðbankinn tapi aldrei á neinu veðmáli EV = veðmál – útborgun * Prob = 0 => Prob = veðmál/útborgun –> svo er summa prob neytt til að vera = 1.

Áhugaverðar niðurstöður

Það er sérstaklega áhugavert að skoða hversu áræðanlegar upplýsingar veðbanka hafa verið í gegnum tíðina. Grafið að neðan er það sama og í greininni, nema einnig fyrir hin fjögur árin. Grafið að neðan er sérstaklega áhugavert.

 • 2015 var sérstaklega gott ár. 5 af topp fimm var rétt spáð af veðbönkum. þar að auki spáðu þeir líka rétt um síðustu tvö sætin (Austuríki og Þýskaland deildu síðasta sætinu bæði með núll stig).
 • 2016 og 2017 voru þokkaleg. almennt voru veðbankarnir með grúppurnar í lagi.
 • 2018 var frekar slakt ár. Það gekk reyndar ágætlega hjá þeim að negla efstu tvö sætin (Kýpur og Ísrael var spáði 1 og 2, enduðu 2 og 1 – sem er alls ekki slæmt). En annars voru bankarnir frekar slakir.
mynd 2.png
Veðbankarnir verða óræðanlegri með árunum

Nú má vel vera að 2018 hafi verið sérstaklega undarlegt ár. Og kannski negla veðbankarnir þetta í kvöld. En það er vissulega áhugavert ef þeir hafa minna spágildi í dag. Það er ekkert óhugsandi, sérstaklega þar sem veðbankar taka inn í reikninginn sinn hversu margir veðja á hvert land. Þetta þýðir það að ef fleiri byrja að veðja út í bláinn (eru ekki Euro experts), þá breyta veðbankarnir stuðlinum til að forðast áhættuna ef markaðurinn er að segja þeim eitthvað. Því, ef fleiri eru að veðja, sem vita minna, þá gæti þeirra framlag afleitt markaðinn. Mögulega.

Önnur skemmtileg mynd er af stuðli á móti sæti sem keppandi lenti í. Ef veðbankar eru góðir í því að spá fyrir um Euro, þá ætti að vera þokkalegt samband milli stuðla og sæta. Þetta heldur 2015-2017, en ekki svo vel árið 2018.

odds mynd.png
Stuðlar veðbanka og sæti keppenda.

Að lokum, þá er það gaman að skoða hvaða lönd er „auðvelt“ að spá fyrir um sæti á mót þeim sem er erfitt að spá fyrir um. Taflan að neðan sýnir meðal (absalút) villu veðbankanna. Hún sýnir það að veðbankar eiga mun auðveldara með að giska á sæti fyrir þjóðir sem senda inn góð lög (eða allavega þjóðir sem eru sigurstranglegar), en illa að spá fyrir um hvar ágætar og lélegar þjóðir lenda. Svona, nokkurnveginn (sambandið mætti vera sterkara).

tafla.png
Aðeins fyrir lúða: absalút villa veðbanka og sæti keppanda.

 

 

Í lífinu styð ég ástina, en í kvöld hvet ég samt Hatrið. Vonandi hafa veðbankar rangt fyrir smá sér og Eurovision 2020 haldin í Valaskjálf.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: