Um Eikonomics

Eikonomics er ég, Eiríkur (Eiki) Ragnarsson. Ég er hagfræðingur og gagnavísindamaður. Eftir að ég útskrifaðist úr meistaranámi Otago háskólans, á Nýja Sjálandi. Árið 2013, hóf ég störf sem hagfræðingur fyrir ráðgjafa fyrirtæki í London. Ég starfa enn sem hagfræðingur, en í dag sit ég í Köln.

Undanfarin ár hef ég sérhæft mig í samkeppnismálum og unnið verkefni sem tengjast orkuhagfræði. Ég hef veitt ráðgjöf og unnið hagfræðigreiningar bæði fyrir einkaaðila og ríkisstofnanir.

Áður en ég hóf störf hjá Frontier vann ég um stutt skeið fyrir leiðbeinandann minn og Centre for Sustainability, hjá Otago Háskólanum. Þar vann ég rannsóknir á viðbrögðum neytenda við breytilegum rafmagnstöxtum. Úr þessari vinnu vann ég svo seinna meistaraverkefnið mitt.

Í hjástörfum vinn ég rannsóknir og greiningar á því sem ég hef áhuga á að hverju sinni. Þær greiningar sem mér þykja áhugaverðar skrifa ég og fæ birtar í dálknum mínum á Kjarnanum.

eikonomics.eu er því mengi þar sem allt sem ég hef áhuga á og vinn, sem tengist hagfræði á einn eða annan hátt, fellur undir. Hér á eikonomics.eu má finna:

  • allar þær greinar sem ég hef skrifað á Kjarnann, sem og aukaefni og smáatriði sem ég ákvað að væri of flókið/nördalegt fyrir Kjarnann;
  • micro-micro-blogg, þar sem ég skrifa nokkrar línur um micro-hagfræði og annað sem ég held að fólk kunni kanski (mögulega, hugsanlega) að meta; og
  • upplýsingar um mig fyrir þá sem hafa áhuga á því að nýta sér sérþekkingu mína, eða bara ef fólk vill kjafta um það sem ég set á þessa síðu.

Einnig er ég með Twitter og Facebook síður, sem ég hvet ykkur til að kíkja á. Ekki hika við að hafa samband.

0 comments on “Um Eikonomics

Skildu eftir svar