Bækur

Því er víst ofaukið að kalla þessa síðu bækur. Eftir allt hef ég bara gefið út eina einustu bók, Eikonomics – hagfræði á mannamáli. Ég er þó sérstaklega stoltur af útgáfu bókarinnar, en hún byggir á þremur árum pistlaskrifum á Kjarnanum. Á baksíðu bókarinnar segir:

Sumir halda að hagfræði sé leiðinleg og snúist alfarið um verðteygni, stýrivexti, verga þjóðarframleiðslu og arðsemi eigin fjár á fyrsta ársfjórðungi. En í húsi hagfræðinnar eru fjölmörg herbergi sem minna hefur farið fyrir; jóla-hagfræðin, djamm-hagfræðin, bílasölu-hagfræðin og landabruggs-hagfræðin eru einungis fáein dæmi þar um.

Eiríkur Ásþór Ragnarsson hefur vakið athygli fyrir fræðandi og skemmtilega pistla á vefmiðlinum Kjarnanum undir yfirskriftinni Eikonomics þar sem hann bregður hagfræðiljósi sínu í óvæntar áttir  – og setur áleitin hagsmunamál daglega lífsins í splunkunýtt samhengi.

Þannig fer ekki á milli mála að greinin er ekki torrætt leiktæki leynireglu með aðsetur í kjallara seðlabankans heldur er viðfangsefni hennar fólk – fólk eins og þú og ég. Og ryksuguróbota!

Bókin fæst í öllum betri bókabúðum og á heimasíðu forlagsins.

%d bloggurum líkar þetta: